Happdrættið 2017 - 2018 - Vinningsnúmer

Dregið var í happdrætti stuðningsmannaklúbbsins miðvikudagskvöldið 31. janúar 2018 á SPOT í votta viðurvist.
Hér fyrir neðan eru vinningsnúmerin (birt með fyrirvara um villur og prentvillur).

Aðalvinningur
Ferð fyrir tvo á Old Trafford 
með VITA ferðum.
Flug, gisting og miðar á Old Trafford.
MIÐI NR. 571

2. vinningur
Ferð fyrir EINN á Old Trafford.
MIÐI NR. 683

3. - 9. vinningur
Manchester United treyjur.
Miðar nr. 82, 424, 611, 633, 793, 956, 987.

10. - 11. vinningur
Hjólatöskur með merki Manchester United.
MIÐAR NR. 502, 900 

12. vinningur
3 mánaða áskrift að Stöð2 Sport.
MIÐI NR. 965

13. - 17. vinningur
Gjafabréf á SPOT að verðmæti kr. 5.000.
Miðar nr. 267, 272, 281, 439, 752.

Vinningshafar leiti til stjórnarmanna með afhendingu vinninga eigi síðar en 1. júní 2019.

Stuðnings​manna​klúbbur Man Utd á Íslandi


Rauðu djöflarnir er opinber stuðnings​manna​klúbbur Manchester United á Íslandi. Saga klúbbsins nær aftur til ársins 1991, nánar tiltekið 6. október, þegar u.þ.b. 50 aðdáendur tóku sig saman og stofnuðu klúbbinn. Tímabilið 1991 – 1993 tók klúbburinn upp nafnið „Rauðu Djöflarnir – Stuðnings​manna​klúbbur Manchester United á Íslandi“. Megin markmið klúbbsins er að sameina undir einum klúbbi sem flesta stuðningsmenn Manchester United á Íslandi. Klúbburinn sendir út gjafavarning, heldur úti flottu tímariti, vefsíðu, happdrætti fyrir fatlaða stuðningsmenn og er eigandi að 58 ársmiðum á alla heimaleiki á Old Trafford.

Miðarnir eru seldir sem hluti af hópferðum í samstarfi við ferðaskrifstofuna VITA. Heimavöllur stuðningsmanna á höfuborgarsvæðinu er skemmtistaðurinn SPOT Kópavogi. Stuðningsmenn eru líka duglegir að hittast á mörgum öðrum stöðum og einnig víða á landsbyggðinni. Á SPOT eru oft getraunaleikir fyrir þá sem mæta með ýmsum United tengdum vinningum. Við hvetjum alla sanna stuðningsmenn að muna eftir að minna alla aðra á að vera skráðir félagar í klúbbnum. Þannig sýnum við sanna samstöðu.HópferðirNovotel Hótel

Ferðaskrifstofan VITA sport mun í vetur bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir til Englands þar sem hægt er að sjá leiki í hæsta gæðaflokki, leikmenn á heimsmælikvarða og upplifa ólýsanlega stemmningu innan um tugþúsundir áhorfenda. VITA Sport og Man.Utd klúbburinn á Íslandi eru í samstarfi um að skipuleggja ferðir á flesta heimaleiki Manchester United á komandi keppnistímabili. Flogið er með áætlunarflugi Icelandair í allar ferðirnar, í flestum tilfellum í beinu áætlunarflugi til Manchester. Í nánast öllum ferðunum er gist á Novotel hótelinu í miðborg Manchester.

Novotel Hótel

Miðarnir sem Man.Utd klúbburinn hefur til ráðstöfunnar í þessar ferðir eru í hólfi STH 126. Verðin í ferðinar eru miðuð við að ferðirnar séu bókaðar og greiddar á netinu. Sætin sem VITA hefur á Old Trafford eru á mjög góðum stað í suður-stúkunni, hægra megin við varamannabekki. Sætin eru á svæði merkt STH126 á myndinni. Vanti þig frekari upplýsingar eða hafir þú áhuga á að vita meira skaltu hafa samband við VITA sport með með því að senda okkur tölvupóst eða hringja í síma 570 4472 Ef bókað er í gegnum síma, eða með því að senda okkur tölvupóst þá bætist við 2500 kr. bókunargjald á hvern farþega.
Póstlisti félagsinsSkráning á póstlista klúbbsins.

Stjórn félagsins 2017/2018

Mynd af Steina

Steinn Ólason

Formaður
Sími: 893 0939
steinn@manutd.is

Mynd af Gunnari

Gunnar Steinn Þórsson

Stjórnarmaður
Sími: 693 5005
gunni10710@gmail.com

Mynd af Hafsteini

Yngvi Örn Stefánsson

Stjórnarmaður
Sími: 779 2727
yngvi@today.is

Mynd af Jóni

Björn Ingi Rafnsson

Stjórnarmaður
Sími: 824 6213
bir@parlogis.is

Mynd af Rúnari

Rúnar Ívarsson

Stjórnarmaður
Sími: 895 3504
runar@margtsmatt.is

Mynd af Sigga

Siggi Hlö

Stjórnarmaður
Sími: 896 2022
siggihlodversson@gmail.com

Mynd af Þórð

Auðunn Atli Sigurðsson

Stjórnarmaður
seljaland@gmail.com


Skráning í klúbbinn

1. Árgjald
Millifærðu kr. 4.000 á reikning klúbbsins: 0331-26-5555 Kennitalan er 471294-2339.
2. Tölvupóstur
Að greiðslu lokinni, sendir þú tölvupóst með nafni, kennitölu, heimilisfangi, póstnúmeri, síma og netfangi á steinn@manutd.is
3. Fyrir félaga
Að hausti og um jólin mun klúbburinn senda þér gjafapakka.

Lög klúbbsins

Heiti félagsins og tilgangur
1. gr.  Nafn félagsins er Stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi. Varnarþing þess er í Reykjavík.

2. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum stuðningi við Manchester United, s.s. með útgáfu félagsblaðs, rekstri heimasíðu á internetinu og að gera félgsmönnum kleift að sjá sem flesta leiki með Manchester United.

Félagsgjöld
3. gr. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi félagsins, þá sem ákveðin krónutala, eða með því að veita stjórn félagsins til þess að hafa félagsgjöldin að ákveðnu hámarki og ákveðnu lágmarki. Stjórnarmenn eru á fríu árgjaldi, einnig er stjórn heimilt að veita frítt árgjald starfsmönnum klúbbsins.

4. gr. Félagsskírteini skal gefa út til eins árs í senn og gildir það frá 1. júlí til 30. júní ár hvert. Félagsskríteini má ekki afhenda nema gegn greiðslu félagsgjalda.

5. gr. Útlit félagsskírteins skal ákveða af stjórn félagsins, en greinilegur munur þarf að vera á félagsskírteinum milli ára. Á félagsskírteininu skal koma fram nafn félagsins, fyrir hvaða tímabil það gildir og númer félagsmanns.

6. gr.  Félagsmaður á rétt til að halda félagsskírteini sínu, en ef hann endurnýjar ekki félagsskírteinið fyrir 1. október hvers árs hefur stjórn félagsins heimild til að ráðstafa félagsnúmerinu.

Stjórnskipulag

7. gr. Með stjórn félagsins fara:
 1. Almennir félagsfundir
 2. Stjórn félagsins.
Félagsfundir

8. gr. Æðsta vald í öllum málefnum félagsins innan þeirra marka sem samþykktir þess og landslög setja, er í höndum lögmætra félagsfunda.
Félagsmönnum sem greitt hafa félagsgjöld sín er heimilt að sækja félagsfundi og taka þar til máls. Félagsmaður getur látið umboðsmann sækja félagsfund fyrir sína hönd og skal þá umboðsmaður leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð sé gefið fyrir hvern fund, skal vera undirritað og vottað og því skal framvísa til fundarstjóra í upphafi fundar.
Auk félagsmanna og umboðsmanna þeirra hafa og endurskoðendur rét til fundarsetu. Þá getur stjórn félagsins boðið mönnum setu á einstökum fundum, einkum ef leita þarf álits þeirra eða aðstoðar.

9. gr. Aðalfundur skal boðaður með tilkynningu á heimasíðu og/eða auglýsingu í dagblaði/fréttabréfi með minnst 10 og mest 14 daga fyrirvara. Aðalfund skal halda í maí/júní ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

10. gr. Stjórn félagsins boðar til aukafundar þegar hún telur þess þörf, svo ef minnst 20 félagsmenn krefjast þess skriflega og greina frá fundarefni. Stjórn tilkynnir fundarefni með fundarboðinu. Slíkir aukafundir sem og aðrir félagsfundir skulu boðaðir með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Þegar lögmæt krafa um fundarhald er fram kominn, skal stjórninni skylt að boða til fundar í síðasta lagi innan 15 daga frá er henni barst krafan.

11. gr. Á aðalfundi skulu þessi mál tekin til afgreiðslu:
 1. Kosning fundarstjóra og ritara fyrir fundinn.
 2. Skýrsla stjórnar
 3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
 4. Umræður um skýrslu og reikninga
 5. Lagabreytingar
 6. Kosning formanns til tveggja ára
 7. Kosning 3 stjórnarmanna til tveggja ára
 8. Kosning endurskoðanda til eins árs
 9. Önnur mál
12. gr. Formaður félagsstjórnar skal setja félagsfundi og skipa fundarstjóra. Fundarstjóri skal láta kjósa fundarritara sem heldur fundargerðarbók. Í fundargerðarbók skal skrá ákvarðanir fundar ásamt úrslitum atkvæðagreiðslna. Skrá um viðstadda félagsmenn skal færð í fundargerðarbók eða fylgja henni. Fundarstjóri og fundarritari skulu undirrita fundargerðarbókina.

13. gr. Á félagsfundi ræður einfaldi meirhluti atvkæða úrslitum nema öðruvísi sé fyrir mælt í samþykktum félagsins eða landslögum. Ef tillaga fær jafnmörg atkvæði með og á móti telst hún fallin. Ef tveir menn eða fleiri fá jafnmörg atkvæði skal kosið aftur á milli þeirra. Sé ekki hægt að fá meirihluta úrslit skal hlutkesti ráða . Á félagsfundum fylgir eitt atkvæði hverju félagsskírteini í félaginu.

Stjórn félagsins.

14. gr. Aðalfundur kýs formann og 3 menn af 6 annað hvort ár í stórn félagsins . Um hæfi þeirra fer eftir lögum. Stjórnarmenn þurfa að vera félagsmenn.
Formaður kveður stjórnina til funda og stýrir þeim. Fundi skal boða hvenær sem hann telur þess þörf og þegar einn eða fleiri stjórnarmenn krefjast þess. Stjórnarfundir eru því aðeins lögmætir að mættur sé meirihluti stjórnarmanna. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.

15. gr.  Stjórnin fer með æsta vald í málefnum félagsins milli félagsfunda. Meginskyldustörf hennar eru:
 1. Að sjá til að félagið hafi aðgang að samkomustað til að sjá þá leiki sem unnt er með Manchester United.
 2. Að sjá um skráningu félgsmanna, innheimtu félagsgjalda og gera félagsmönnum kleift að heimsækja Old Trafford.
 3. Að koma fram fyrir hönd félagsins.
 4. Að gefa út dreifirit til félagsmanna um málefni félagsins
 5. Að ráða fram úr öðrum málum, sem hún telur nauðsynlegt að fjalla um.
16. gr.  Um það sem gerist á stjórnarfundum skal haldin fundargerðabók sem undirrituð skal af þeim sem fundi sitja. Stjórnarmaður sem ekki er sammála ákvörðun stjórnar á rétt á að fá sérálit sitt skráð í fundargerðabókina.

Reikningar og endurskoðun

17. gr. Reikningsár félagsins er 1. júní til 31. maí ár hvert. Ársreikning skal semja fyrir hvert félagsár og skal hann hafa að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning og skýringar. Ársreikningur skal undirritaður af stjórn félagsins. Ársreikningur skal lagður fyrir endurskoðendur eigi síðar en viku fyrir aðalfund..

18. gr. Á aðalfundi skal kjósa skoðunarmann til eins árs í senn. Skoðunarmaður skal endurskoða ársreikninginn og í því sambandi kanna bókhaldsgögn félagsing og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Þeir skulu gera endurskoðunarskýrslu sem leggja skal fyrir aðalfund. Skoðunarmaður hefur rétt til að sitja hluthafafundi félagsins.

Breytingar á samþykktum félagsins.

19. gr. Útlit félagsskírteins skal ákveða af stjórn félagsins, en greinilegur munur þarf að vera á félagsskírteinum milli ára. Á félagsskírteininu skal koma fram nafn félagsins, fyrir hvaða tímabil það gildir og númer félagsmanns.

20. gr. Sé félaginu slitið skal skipta eignum þess á félagsmenn sem þá eru í félaginu.


Stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi • Malarás 16 • 110 Reykjavík • manutd@manutd.is