IV. Félagsfundir
Æðsta vald í öllum málefnum félagsins innan þeirra marka sem samþykktir þess og landslög setja, er í höndum lögmætra félagsfunda. Félagsmönnum sem greitt hafa félagsgjöld sín a.m.k. 60 dögum fyrir fund er heimilt að sækja félagsfundi og taka þar til máls. Félagsmaður getur látið umboðsmann sækja félagsfund fyrir sína hönd og skal þá umboðsmaður leggja fram skriflegt, dagsett umboð, vottað af tveimur vitundarvottum. Í umboði þarf að tilgreina hvaða félagsfundur það er, sem umboðið tekur til. Ekki er heimilt að veita umboð sem tekur til fleiri félagsfunda en eins í senn. Umboði skal framvísa til fundarstjóra í upphafi fundar og sker hann úr um lögmæti þess. Umboðsmaður getur ekki farið með umboð fyrir fleiri en þrjá félagsmenn auk hans sjálfs.